Viðburðavarpið
Viðburðavarpið er hlaðvarp þar sem fjallað er um viðburði, stjórnun þeirra og framkvæmd frá öllum hliðum. Umsjónarmenn eru þeir Áskell Heiðar Ásgeirsson lektor við Háskólann á Hólum og Jakob Frímann Þorsteinsson lektor við Háskóla Íslands sem báðir hafa kennt viðburðastjórnun á háskólastigi, auk þess að hafa komið að skipulagi fjölda viðburða. Þeir félagar frá einn gest í hvern þátt, heyra sögur af viðburðum og ræða um skipulag þeirra og framkvæmd. Hlaðvarpið er hugsað fyrir áhugafólk um viðburði og þau sem vilja læra meira um skipulag þeirra.
Hönnun forsíðumyndar: Heiðdís Halla Bjarnadóttir
Stef: Helgi Sæmundur Guðmundsson
Episodes

14 hours ago
14 hours ago
Söngvarann og tónleikahaldarann Friðrik Ómar Hjörleifsson þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum. Hann hefur um árabil verið í hópi okkar ástsælustu poppsöngvara, en hann hefur ekki síður haslað sér völl sem einn af okkar fremstu viðburðastjórnendum. Tónleikasýningar hans í Hörpu, Hofi og víðar hafa slegið í gegn og nýjasta verkefni hans og félaga hans, Vitringarnir 3 slógu öll met fyrir jólin 2025.
Friðrik Ómar kíkti við í Viðburðavarpinu og sagði okkur sína sögu og spjallaði um það sem er mikilvægt þegar gera á góðan viðburð. Úr varð líflegt og skemmtilegt spjall.

14 hours ago
14 hours ago
Neistaflug er ein lífseigasta „bæjarhátíð“ landsins, haldin í Neskaupsstað um Verslunarmannahelgina ár hvert. Hátíðin var fyrst haldin sumarið 1993.
Viðmælandi Viðburðavarpsins í þetta skiptið er María Bóel Guðmundsdóttir sem þrátt fyrir ungan aldur hefur mikla reynslu í viðburðastjórnun og starfar nú sem framkvæmdastjóri Neistaflugs í Neskaupsstað. Segja má að hún hafi fengið viðburðastjórnun í vöggugjöf, en Neistaflug hefur fylgt henni og hennar fjölskyldu frá upphafi. María kom og spjallaði við okkur um bæjarhátíðir, mikilvægi menntunar í viðburðastjórnun og margt fleira skemmtilegt.

14 hours ago
14 hours ago
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið okkar allra Harpa var byggt á erfiðum tíma í sögu okkar þjóðar. Framkvæmdir hófust árið 2007 og húsið opnaði formlega árið 2011. Segja má að fyrstu árin hafa Harpa tekið í að finna sér pláss í samfélaginu, húsið er bæði aðdráttarafl í sjálfu sér, viðkomustaður ferðafólks en auðvitað fyrst og fremst viðburðahús, félagsheimili okkar allra. Harpa hefur smá saman unnið sér sess í hjörtum landsmanna og nú er svo komið að um 70% landsmanna segjast mjög eða frekar jákvæð í garð hennar í skoðanakönnunum. Á síðasta ári voru viðburðir í Hörpu yfir 1.400 og þar af um 900 tónlistarviðburðir. Það er mikið verk og vandasamt að stýra svona stóru viðburðahúsi. Frá árinu 2017 hefur Svanhildur Konráðsdóttir staðið í stafni sem forstjóri Hörpu. Svanhildur kom þar inn eftir að hafa stýrt menningar- og ferðamálum hjá Reykjavíkurborg um árabil, en þar áður kynntumst við henni í fjölmiðlum, lengst af hjá Ríkissjónvarpinu.Svanhildur kíkti við í Viðburðavarpinu og sagði Heiðari sína sögu auk þess sem þau fóru vítt og breytt í spjalli um viðburði og menningarmál.

15 hours ago
15 hours ago
Stórir íþróttaviðburðir krefjast gríðarlegs skipulags og þar er í mörg horn að líta. Mikilvægast eins og á öllum viðburðum er auðvitað að veita góða þjónustu og gæta að öryggi gesta. Hjá Knattspyrnusambandi Íslands starfar Óskar Örn Guðbrandsson og meðan margra hlutverka hans þar er að huga að skipulagi knattspyrnulandsleikja á Laugardalsvelli. Hann hefur einnig fylgt landsliðum okkar um allan heim og upplifað risa íþróttaviðburði frá öðru sjónarhorni en við flest. Óskar kíkti í Viðburðavarpið og sagði okkur sína sögu sem er fjölbreytt og skemmtileg.

15 hours ago
Kristján Freyr - Aldrei fór ég suður
15 hours ago
15 hours ago
Aldrei fór ég suður – Rokkhátíð alþýðunnar er haldin á Ísafirði um páska ár hvert og hefur nú gengið í rúm 20 ár. Sérstaða hátíðarinnar, auk staðsetningar, er sú hugmyndafræði að frítt sé inn á hátíðina, opið aðgengi að hágæða tónlist fyrir alla! Kristján Freyr er „rokkstjóri“ AFS, trommuleikari, útvarpsmaður, viðburðastjórnandi, fyrrverandi bóksali og margt fleira settist niður með Heiðari og saman ræddu þeir sameiginlega reynslu af því að halda tónlistarhátíðir úti á landi og margt fleira skemmtilegt.





